UM
Trausti Baldursson
Það helstA.
Ég er fæddur og alinn upp, vafalaust með misjöfnum árangri, í Hafnarfirði. Er menntaður cand scient í sameindalíffræði / líffræðingur frá Odense Universitet í Danmörku árið 1993.
Eftir nám starfaði ég um tíma við krabbameinsrannsóknir á Landspítalanum en síðustu 26 árin starfaði ég samfleitt fyrir Náttúruverndarráð, Náttúruvernd ríkisins, Umhverfisstofnun (stofnanabreytingar) og Náttúrufræðistofnun Íslands. Hjá þessum stofnunum hefur starfið verið fjölbreytt en þó alltaf tengst náttúruvernd og náttúrufræði. Má þar nefna lífríkis- og friðlýsingamál almennt, fræðslu, verið yfirmaður landvarða og landvarðanámskeiða og haft umsjón með og tekið þátt í fjöbreyttu alþjóðlegu samstarfi sem fulltrúi Íslands og fyrrgreindra stofnana m.a. á sviði noðurheimskautsmála og Norræns samstarfs og þá sérstaklega á sviði samningsins um vernd líffræðilegrar fjölbreytni, Ramsarsamningsins og Bernarsamningsins.
Ég starfaði sem fostöðumaður visfræði- og ráðgjafadeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands til 2021. Var formaður yfirstjórnar Natura Ísland verkefnisins, sem m.a. var styrkt af ESB, og fjallaði um vistgerðarkortlagningu Íslands og úttekt á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi. Var yfirmaður náttúruminjaskrár f.h. Náttúrufræðistofnunar þegar lagðar voru fram tillögur stofnunarinnar að verndarsvæðum á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, þ.e. B-hluta skrárinnar, árið 2018 skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Fyrirhugað er að þessar tillögur verði grunnur að og framlag Íslands að vistfræðilegu neti verndarsvæða sem er hluti af því sem er kallað Emerald Network samkvæmt Bernarsamningnum. NATURA 2000 er framlag Evrópusambandsins til netsins. Mörg síðustu árin bar ég ábyrgð á umsögnum og álitsgerðum Náttúrufræðistofnunar, í samvinnu við forstjóra stofnunarinnar, og var yfrmaður ráðgjafaverkefna (útseldrar vinnu) Náttúrufræðistofnunar allt til ársins 2021.
Hef setið í fjölda nefnda og starfshópa fyrir hönd þeirra stofnana sem ég hef starfað fyrir og væri það að æra óstöðugan að nefna það allt hér. Rétt er þó að nefna nefnd um Hvítbók í náttúruvernd, vinna við gerð nýrra náttúruverndarlaga, fagráð náttúruminjaskrár, Breiðafjarðarnefnd, Erfðanefnd landbúnaðarins, ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og starfshóp um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki Íslands.
Fyrir utan framangreint hef ég komið að ýmsu öðru s.s. setið í stjórn FÍN, félags íslenskra náttúrufræðinga, í um tuttugu ár og einnig verið í ýmsum pólítískum nefndum Hafnarfjarðarbæjar s.s leikskólanefnd, umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarráði.
Fyrir háskólanám frá 17 ára aldri var ég verkamaður í ýmsum störfum í um 10 ár. Útskrifaðist ,, því miður“ ekki með neina gráðu en skilning á ýmsu sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.
Nú er ég sjálfstætt starfandi ráðgjafi á svið náttúru- og umhverfisverndar.
Ýmis málefni
Vernd Kaldárhrauns
Á skógrækt að vera allsstaðar? Eftirfarandi bréf var sent til Umhverfisstofnunar 26. ágúst 2021. Ekki hef ég heyrt neitt frá stofnuninni eða öðrum aðilum sem fengu afrit af bréfinu en það voru Hafnarfjarðarkaupstaður, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar,...
Og hvað svo?
28.09.2021. Í stað þess að horfa á kosningasjónvarp fór ég að sofa tiltölulega snemma eða seint eftir hvernig á það er litið. Ég rétt kíkti á talninguna um kl. tvö og svo ekki fyrr en um morguninn. Að mínum dómi sýna úrslitin ágætis þversnið af því hver við...
Emerald Network-Tilnefning svæða
Emerald Network - Tilnefning svæðaÍsland tilnefnir náttúruverndarsvæði í Emerald Network-net Bernarsamningsins. Árangur, byrjun, eða bara tafir og ekki neitt? Bernarsamningurinn er í stuttu máli megin samningur Evrópuríka um vernd plantna og dýra og búsvæða þeirra í...
itsuart
Kvik-Náttúra ehf
Er í eigu Trausta Baldurssonar og Gunnhildar Pálsdóttur. Starfsemi fyrirtækisins er fyrst og fremst hugsuð sem ráðgjafaþjónusta á sviði náttúru- og umhverfismála s.s. í tengslum við skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum með áherslu á náttúruvernd og náttúrufræði. Í ráðgjöfinni getur einnig falist ráðgjöf um rannsóknir og sömuleiðs um gerð fræðsluefnis/kynningarefnis.
Kvik-Náttúra er stofnað í framhaldi af Kvik ehf. sem var í eigu Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmans sem lést árið 2016 en eftir hann liggja fjölmargar heimildarmyndir um náttúru Íslands og manninn í tengslum við hana.


